föstudagur, 27. apríl 2007

Afmæli á eyðisandi

Nú er ég orðinn 28 ára og eins og fram hefur komið hélt ég upp á afmælið að hætti hirðingja á úlfaldabaki í Thar eyðimörkinni (meira um það síðar).

Þessi afmælisdagur var frábrugðinn flestum öðrum sem ég hef hingað til upplifað. Honum varði ég í feiknahita og steikjandi sól, á baki Baplú (4ra ára úlfaldaótemju), endað á mat við varðeld og lagst til hvílu undir stjörnubjörtum himninum.

Þakka fyrir góðu straumana, fallegu ummælin og englaskeytin sem bárust mér alla leið til Indlands.

Baldur og Baplu

9 ummæli:

Unknown sagði...

Þú ert sko langflottastur Balduro mio? Gaman að þú skemmtir þér vel á afmælisdaginn :-)

Nafnlaus sagði...

enginn vafi langflottastur
englarnir sveimi ævinlega yfir þér

Elín sagði...

Til Hamingju með afmælið elsku Baldur.

Borghyltingar

Sigrun sagði...

Innilega til hamingju með afmælið, Baldur!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið

kv Turninn

Nafnlaus sagði...

Elsku Ásdís og Baldur, hugsum til ykkar, innilega til hamingju með afmælið! Bestu kveðjur, Ingibjörg og Víðir

baldur sagði...

Þakka ykkur öllum kærlega fyrir þessar fallegu kveðjur.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið Baldur minn. Mér fannst buxurnar flottar, en þetta höfuðfat slær öllu út. Mun ég héðan í frá kalla þig Baldur Baba á meðan á för ykkar stendur. Gangi ykkur vel.
Vinarkveðjur frá Tandoorímanninum.

Nafnlaus sagði...

Auðvitað er þetta rétt svar hjá þér Baldur. Mér datt bara aldrei í hug að þú sæir þetta svona skýrt og einfalt. Þú er snilli. Ég sá
28 ára, þann 26, og skrifað þann 27. Menn sjá hlutina í misjöfnu ljósi. Ég sá vefjarhött en einhver annar sá buxur. El-Far.