fimmtudagur, 31. maí 2007

Maístjarnan

Af einskærri hégómagirnd hef ég verið á höttunum eftir að skrifa færslu með titlinum Maístjarnan. Maístjarnan er vitaskuld ljóð eftir Halldór Laxness og hefst á þessum orðum: Ó hve létt er þitt skóhljóð. Hver þekkir ekki þessa línu utanað? Þurftum við ekki öll að læra lagið í barnaskóla?

Nú er seinasti dagur maímánaðar og því seinasta tækifærið til að skrifa um stjörnur í maí. Núnú, þær hafa ekki verið margar stjörnurnar sem ég hef séð á himinhvolfinu þennan maímánuð. Við stoppuðum reyndar eitt kvöldið á leið heim úr bíó eða veitingastað til að kíkja á stjörnurnar, en þar sem rúmið beið heima varð stoppið og glápið ekki langt.

Ég held því að aðalmaístjarnan sé Richard Gere. Já, sko Baldur sat kannski í sætinu hans James Bond en myndin Richard Gere is My Hero var frumsýnd í maímánuði hér í McLeod Ganj. Mér þykir þetta ansi augljóst.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

http://www.box.net/shared/safgf4bp28