Í morgun byrjaði að rigna og eldingum sló reglulega niður. Ekki það að ég hafi fylgst með því, ég kúrði mig nefnilega enn betur ofan í sæng og í svefnrofunum heyrði ég í regni á þaki og þrumum á himni. Gerist það betra?
Við fengum reyndar ekki að kúra alveg óáreitt. Vindurinn fór að færast í aukana eftir því sem leið á morgun og þá fengum bank á hurðina og vorum beðin um að loka öllum gluggum því “wind is coming”. Við (þ.e. Baldur) urðum því að fara fram úr heitu bóli til að festa gluggann tryggilega.
Nú þegar við erum komin á fætur, klædd og komin á ról, er enn vindur og votviðri og þrumuveður. Seinast þegar þrumuveður gekk hér yfir var rafmagnslaust allan seinnipart dags. Nú erum við því að hlaða tölvuna og nota tækifærið til að hlusta á góða tónlist. Í svona svölu veðri verður maður nefnilega að vera inni og getur lítið setið úti á svölum. Til að hlýja okkur inn að beini hlustum við á tónlist - eyrnasól – og það fallegustu tónlist heimsins: Pál Óskar og Móníku.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli