föstudagur, 3. febrúar 2012

Vetrarfrí

Við erum á leið í fríið! Framundan er tveggja vikna stopp í laxinum og við höfum ákveðið að fara í smá vetrarfrí um Skandinavíu. Við erum búin að bóka bíl í Svíþjóð og ferju í Finnlandi og ætlum síðan í góðan bíltúr um löndin tvö í vetrarbúningi. Veðurspáin talar um alvöru kuldakast og í bænum Lycksels er víst 40°stiga frost núna. Og við verðum þar annað kvöld. Hvar er húfan mín, hvar er hettan mín?

Hér er ferðaáætlunin okkar fyrir næstu tvær vikurnar.

1 ummæli:

Tinnsi sagði...

Hljómar vel. Hlakka til að sjá myndir.