mánudagur, 9. apríl 2012

One More Cup Of Coffee



Hér er fyrsta stop-motion myndbandið mitt. Umfjöllunarefnið er kaffi og kraftlyftingar, hvorki meira né minna, og auðvitað er Baldur hinn fínasti aðalleikari/leikmunur.

Stop-motion er tjáningarform/listform/miðlun sem gengur út á að mynda viðfangsefni og raða ljósmyndunum síðan upp svo það líti út sem um hreyfða mynd sé að ræða. Ég notaðist við litla 20 cm Cyber-shot þrífótinn minn í einhverjum atriðum og síðan hélt ég á myndavélinni í öðrum. Fyrir vikið verða heildaáhrifin svolítið rústik, þ.e. hreyfðari myndir en ella sem kalla á grófari skiptingar milli mynda í stað flauelsmjúks rennslis. Þannig á það að vera, allavega hjá mér haha!

Eitt áramótaheit í höfn, jei!

3 ummæli:

Tinnsi sagði...

Ekkert smá flott! hvaða forrit notaðir þú til að búa til myndbandið?

ásdís maría sagði...

Takk takk! Ég notaði nú bara Windows Live Movie Maker sem fylgdi tölvunni minni. Það er algjört amatör apparat en það er hægt að notast við það. Mig langar hins vegar mikið að kaupa mér gott forrit, á eftir að gera markaðsrannsókn á því :) Mér skilst að það sé flott forrit sem fylgi Apple tölvunum, ef þú átt þannig græju ættirðu að kíkja á það.

Tinnsi sagði...

Hmm, ég á einmitt apple tölvu. Hef ekki mikið skoðað forritin sem komu með henni. Það er örugglega hugmyndin, myndirnar sem maður tekur og editið sem er aðalatriðið, ekki hversu gott forritið er. Hlakka til að sjá næstu mynd. Er búin að sýna fullt af fólki þessa. Allir mjög imponeraðir.