sunnudagur, 8. apríl 2012
Páskar
Gleðilega páska!
Hér snjóar sem endranær en það er afskaplega bjart og fallegt. Ansi páskalegt verð ég að segja.
Ég er búin að verja deginum í að setja saman mína fyrstu stop-motion myndaseríu, ætli hún verði ekki tilbúin á morgun. Ég er alveg að fíla þetta form í ræmur!
Það verður ekki mikið um hátíðarhöld hjá okkur. Mesti spenningurinn er fyrir því að opna flösku af Kullamust sem við keyptum í Svíþjóð í febrúar: äpple och päron och ett uns ingefära. Eftirrétturinn hljómar líka vel: Ben & Jerry's Cookie Dough. Ísinn sá er páskaeggið í ár.
Í kvöld er svo stefnt á góða kvikmynd: Little Miss Sunshine. Við sáum hana fyrst fyrir fimm árum í ogguponku litlum bíósal með rútusætum og myndvarpa í Himalayafjöllunum vestri. Hlógum okkur máttlaus þá, vona að hún sé jafngóð í annað sinn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Gleðilega páska mín kæru!
Mér fannst einmitt Little Miss Sunshine algjört æði þegar ég sá hana fyrst. Og vá, ertu að gera stop-motion myndaseríu! Dugleg ertu. Hvaða forrit notarðu? Mig langar svo að prófa að gera svona.
btw, rosa sumarleg síðan ykkar :D
Já, er hún ekki orðin sumarleg hnotskurnin :)
Varðandi stop-motion myndbandið, þá notaði ég Windows Live Movie Maker sem fylgdi með tölvunni. Ég ímynda mér að það sé það frumstæðasta í boði í þessum geira en það má vel notast við það og læra á ferlið í leiðinni. Draumurinn er að verða sér úti um alvöru forrit seinna meir, já eða bara splæsa í Apple tölvu, mér skilsst að þær séu bestar í svona vinnu. Ég hvet þig til að prófa þig áfram með þetta og setja á síðuna þína :)
Snilld. Ég ætla að prófa þetta! Mig hefur lengi langað að prófa að gera svona myndband en aldrei lagt í það einhvernvegin.
Ég var einmitt að forvitnast með svona klippiforrit hjá félaga mínum um daginn og hann segist alltaf nota adobe premiere þegar hann er að klippa myndbönd. En ég ætla samt fyrst að prófa að nota Movie Maker í minni myndbandsfrumraun ;)
Skrifa ummæli