Baldur réð mig sem ljósmyndara í dag og vildi að ég kæmi með sér út á Klambratún að mynda hann í hinum ýmsustu æfingum. Hann klifraði í kaðli, sveiflaði fótunum, sveiflaði höndunum, fór í V, fór í kollhnís milli hangandi handleggja og gerði armbeygjur út í hið óendanlega.
Svo varð myndavélin batteríslaus og þá urðum við að fara heim, sem mér þótti ekkert voðalegt því mér var orðið kalt, en Baldur brennibolti skildi ekkert í því að vera kalt, hann var sjálfur funheitur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli