Amaryllis
Í blóma
Svo fallegur
Takið sérstaklega eftir glimmerskreyttum blöðunum
Ég kom þar hvergi nærri
Á ekki einu sinni glimmer
(held ég)
En amaryllisinn, hann á glimmer
Hann er tilbúinn á djammið frá náttúrunnar hendi
En á þessu heimili tölum við reyndar um að vera tilbúin í leikhúsið
2 ummæli:
Vá! Eruð þið með þetta blóm í stofunni??
Já! Eða altsvo þar til nýverið, þar til plantan framdi sjálfsmorð með því að steypa sér fram af skenknum og brjóta stilkinn sinn í tvennt. En nú er annar stilkur að vaxa upp úr lauknum og fjórir knúpar á leið með að springa út, vonandi að þeir haldi lífsgleðinni eitthvað lengur :)
Skrifa ummæli