föstudagur, 9. nóvember 2012

Íslandsheimsókn 2011

Já, það er vel rúmt ár síðan við komum í sumarfrí til Íslands frá Indlandi og héldum svo til Noregs, en ég læt samt flakka smá kynningu á þeim tíma því ég er ekki búin að því enn. Svo ef ég er dugleg þá fer ég að henda inn myndum frá síðasta hausti, hvernig væri nú það?

Árið er 2011: Eftir dvölina í Indlandi og góðu hvíldina í Frakklandi lá leiðin heim í stutt stopp. Við náðum að hitta fjölskyldu og vini, kíkja í IKEA og Mývatn, hitta á Menningarnótt og sjá ljósin í Hörpu tendruð. Fórum í hjólatúra og sund, fengum okkur ýsu og bláber. Algjört himnaríki. Fórum svo til Noregs en ætli ég geri ekki grein fyrir þeirri ævintýralegu ferð og dvöl síðar á þessum síðum.

Hér að neðan er smá sýnishorn af myndunum sem við tókum í heimsókninni og restina má finna á flickr síðunni okkar, í albúminu Ísland  2011.

Út að borða

La familia Rodriguez

Jökullinn af Holtinu

Á Holtinu

Í göngutúr

Á flugi

Krækiberjatunga

Stígurinn

Saman

Gulrótin og stelpuskottið

Engin ummæli: