Mikið er maður lítill og sætur!
Við fengum þennan búttaða og græna amaryllis lauk að gjöf í gær þegar við vorum í mat hjá pabba og Huldu.
Hann fékk heiðurssess á skenknum okkar, nema hvað.
Nú er bara að bíða eftir að hann blómstri. Það ætti ekki að vera erfitt í þessu þægilega, trópíska loftslagi sem ríkir allra jafna innan dyra á Snorkelstrasse. Svo fær hann stundum að fara út í glugga til að fylgjast með mannlífinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli