Á aðfangadag röltum við út í skóg og sóttum okkur greinar í kransinn. Ef maður væri að því heima á klaka fengi maður samviskubit en hér er maður að gera öllum stóran greiða með því að grisja þéttan skóg.
Á meðan við vorum að taka til og útbúa kransinn hlustuðum við á Rás 2 og fengum svolitla heimþrá. Hlustuðum að sjálfsögðu á kirkjuklukkurnar hringja inn jólin heima. Þá voru komin jól hjá okkur í Noregi.
Á afmælisdaginn minn fórum við út í göngutúr græjuð í nýjustu jólagjafirnar: japanskar dúnúlpur, húfur, vettlinga og undirföt. Blésum upp blöðrur, ég opnaði pakka og fékk góðan mat. Það er svo heppilegt hvernig afmælisdagurinn minn lendir alltaf á frídegi, það er ekki einleikið.
Þrátt fyrir að vera bara tvö í heimili var pakkaflóðið mikið. Mjúku pakkarnir reyndust geyma hnausþykk lúxushandklæði frá húsálfinum. Síðan eru það bækurnar, maður minn. Við sjáum fram á mikla törn við að komast yfir allar bækurnar sem okkur áskotnuðust þessi jólin. Jón Kalman, Sjón, Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir, Guðmundur Andri, Hafiz, Mary Oliver, Elizabeth Gilbert...
Ég er ekkert að flýta mér úr jólagírnum og er enn með Pál Óskar og Móniku á fóninum. Ekkert liggur á. Friður á jörð byrjar með frið í hjarta.
Jólatréð í stofu stendur
Jólablandið ómissandi, malt og appelsín frá Íslandi
Forrétturinn: reyktur silungur og fyllt egg
Jólamaturinn: Hnetusteik með brúnuðum kartöflum, rauðkáli og sveppasósu
Jólabarnið við jólatréð
Sjáið alla girnilegu pakkana!
Jólaljósin og grenið græna
Englasöngur í myrkrinu
Kertin standa á grænum greinum
Flottasti pakkinn. Hönnuður: Baldur
Þegar allir pakkar hafa verið opnaðir er kíkt á facebook
Útúrgræjuð í nýju japönsku útivistarfötin
Afmælispakkar á jóladag
Jóladagsmatur: Kalkúnn og hvítlauks-parmesan kartöflumús
Jóladesertinn: Daimísterta