Hér er á ferðinni ekta vetrarsúpa, kjörin fyrir köld febrúarkvöld. Sú sem setti út uppskriftina mælti með því að saxa allt grænmetið fínt og þó það sé svolítil handavinna þá mæli ég líka með því. Þannig eldast grænmetið hraðar og í hverjum munnbita fær maður smakk af öllu góðgætinu.
Ég fann uppskriftina á síðunni FOOD52.
HVAÐ
Ég fann uppskriftina á síðunni FOOD52.
HVAÐ
2 msk matarolía1 meðalstór laukur, saxaður
1 meðalstór gulrót, fínt skorin
2 sellerístilkar, fínt skornir
1 blaðlaukur (aðeins hvíti + ljósgræni hlutinn), fínt skorinn
1 tsk óregano
1 kvistur af rósmarín, laufin hökkuð
3 hvítlauksgeirar, pressaðir
1 msk tómat purée
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 l. grænmetissoð
1/2 hvítkálshöfuð, fínt skorið
2 bollar hvítar baunir (forsoðnar)
1 handfylli steinselja, söxuð
salt + pipar
HVERNIG
1. Hitið olíuna í stórum potti við meðalhita. Bætið við lauk, gulrótum, sellerí og blaðlauk og hrærið. Steikið þar til laukurinn hefur mýkst, u.þ.b. 5 mín.
2. Bætið tómat purée, óreganói, rósmaríni og hvítlauki út í. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman og óreganóið og hvítlaukurinn eru farin að ilma. Saltið og piprið.
3. Bætið tómötum í dós út í ásamt grænmetissoðinu og hrærið saman. Látið súpuna ná suðu og bætið þá hvítkálinu út í. Leyfið súpunni að malla í 15-20 mín.
4. Bætið hvítu baununum útí og látið suðuna koma upp aftur. Bætið saxaðri steinselju við, hrærið saman við. Smakkið súpuna til. Berið fram heita.
Eins og með allar súpur er kjörið að bera gott brauðmeti fram með þessari súpu.