miðvikudagur, 6. mars 2002

Skjóni kveður

Á mánudaginn kvöddum við Skjóna sem hafði þjónað okkur ansi vel og réðum nýjan starfskraft í stöðuna. Sá heitir Nolli og nú er bara að vona að hann standi sig eins og sá gamli. Enn sem komið er virkar hann fínt og hestöflin á maður ekki að nota hvunndags en það er gott að geta gripið til þeirra þegar þess þarf.

Það fyndna við kveðjustundina hans Skjóna var það að hann virtist rata heim til sín eins og allir góðir hestar, en þannig var að ég hafði skilið hann eftir hjá mömmu og pabba þegar sprakk á honum og svo á mánudaginn þegar ég var á leiðinni að redda málunum þá talaði ég við Ólöfu ömmu sem sagði bara það að ég þyrfti þess nú ekki. Enda var Skjóni þá á planinu í Holtó. En svona er það nú.

Ég vona samt að Nolli fari ekki að stinga af heim þegar ég er í vinnunni þó ég telji það ólíklegt þar sem hann er ekki eins veraldarvanur.