laugardagur, 10. september 2005

Jóga á stofugólfinu

Eftir flutningana hingað út hefur jógarútínan mín breyst töluvert: hún er horfin. Heima átti ég árskort hjá Jógastöð Guðjóns Bergmanns og mætti reglulega (enda finnst mér jóga vera frábær líkamsrækt) en hér hef ég engri slíkri stöð að skipta.

Mér fannst kominn tími á yfirbót svo ég dró fram Jóga með Guðjóni Bergmann, DVD disk sem Stella og Kristján gáfu okkur ein jólin, skellti honum í spilarann og dró fram rauðu joggingfötin. Ég komst að því, mér til mikillar ánægju, að stofugólfið rúmar vel jógaæfingar og sjónvarpstækið er þægilegur æfingafélagi.

Nú vantar mig bara almennilega jógadýnu, við skildum okkar nefnilega eftir heima á Íslandi.

Engin ummæli: