Afrek ársins: Rífa sig upp og flytja til Kaupmannahafnar.
Besta bókin: The No. 1 Ladies Detective Agency serían eins og hún leggur sig.
Besta platan: The Beekeeper eftir Tori Amos.
Besta myndin: Hotel Rwanda.
Besta lagið: Somewhere Over The Rainbow/What A Wonderful World með Israel Kamakawiwo'ole.
Mesta gleðin: Þegar við fluttum inn á Frederikssundsvej og komumst að því að íbúðin var ekki hrörleg og óspennandi eins og við höfðum búið okkur undir heldur frábær. Líka að eyða ágústmánuði í Kaupmannahöfn.
Mestu vonbrigðin: Að finna hvergi Laugardalslaugina í Kaupmannahöfn.
Besta gjöfin: Lífsgleðin.
Skemmtilegasta uppgötvunin: Amadou & Mariam.
Skondnasta atvikið: Þegar ég hljóp upp vitlausan stigagang og fannst eins og einhver hefði fært til nöfnin á hurðunum þar sem okkar nafn var ekki á hurðinni til hægri á fjórðu hæð.
Einkennisdýr ársins 2005: Tígrisdýr.
Litur ársins 2005: Fjólublár.
Ljósmynd ársins: Af okkur skötuhjúum í Rutschebanen á Bakken.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli