Í morgun lauk ég síðasta prófi B.Sc. námsins. Prófað var úr faginu Business Strategy og var prófið í þyngri kantinum, svo ekki sé meira sagt. Það er samt alltaf léttir að vera búinn í prófatörn.
Beint eftir prófið brunaði ég í átt að Amager og á miðri leið fann ég eina Ásdísi, sem var á sömu leið. Á froskaheimilinu beið okkar fríður flokkur sem hafði eldað saltfisk a la pabbi og litrík salöt a la mamma.
Það var gaman að vinda prófatörninni ofan af sér í góðra vina hópi og ekki spillti að vera pakksaddur.
2 ummæli:
Til hamingju með að vera búinn í prófinu elskan mín!
Kærar þakkir :o)
Skrifa ummæli