Það standa vorhreingerningar yfir hér á litla heimilinu við Frederikssundsvej. Ég stalst til að taka mynd af myndarlega húsbóndanum við gluggaþvott, það er ekki annað hægt að segja að hann sé duglegur þessi elska.
Á morgun er svo afmælisveisla hér á bæ, dúndurþrifin skrifast nú að hluta á það. Enda væri líka erfitt að færa rök fyrir því að það að blása í blöðrur og hengja þær upp væri hluti af vorverkunum. Það ætti kannski að vera það.
Með blöðrur á höndunum
1 ummæli:
Datt í hug að kommenta einu sinni. Þessi lög sem voru send ykkur til ánægju og yndisauka eiga það sameiginlegt að hljóðfærið gítar spilar stóra rullu í öllum lögunum. Þetta verður sumar-comboið mitt í ár.
Skrifa ummæli