sunnudagur, 28. janúar 2007

Athuganir mínar

Það fer ekki hjá því að mannfræðingurinn taki eftir ýmsu í fari mannanna í kringum hann. Ég er þar engin undantekning. Af athugunum mínum hef ég dregið þá ályktun að Indverjar séu afskaplega óþolinmóð þjóð.

Til marks um það eru t.d. umferðarljósin. Jafnvel þótt umferðin sé algjört öngþveiti og ekki miklu púðri eytt í eftirlit þá er engu að síður sekúnduteljari á öllum umferðarljósum. Nokkrum sekúndum fyrir græna ljósið byrjar allir að ræsa bílana sína og á sama andartaki og smellur í græna ljósinu byrjar öll hersingin að flauta á bílana fyrir framan.

Svo verð ég að minnast á annað sem ég hef tekið eftir. Svo virðist sem Indverjar séu með rím á heilanum. Og það slæmt rím meira að segja. Hurt never, help ever er gott dæmi frá Sataya Sai Baba í Puttaparti. Eða auglýsingin um lán sem ég sá í strætó á dögunum: Learn and earn more income. Just smartly not hardly.

Engin ummæli: