
Okkur heiðursgestum var vísað á besta (og eina) setustaðinn: rúmið. Fyrst bar afmæisbarnið fram coca cola í stálglösum en fékk sér ekki sjálf. Því næst fengum við pulla hrísgrjónarétt og sterkan pottrétt. Í honum voru það sem Baldur kallar rauða djöfla og skiptumst við fjögur á að taka hóstaköst og gráta úr okkur augun. Amma gamla sem mætt var á svæðið hafði gaman af að horfa á þetta skrýtna fólk sem ekki gat borðað almennilegan mat á sómasamlegan hátt.
Rétt áður en afmæliskakan var borin fram fylltist litla rýmið af ættingjum. Síðan var stæðilegu kerti stungið í kökuna, það tendrað og allir tóku til við að syngja afmælissönginn. Þegar því var lokið skar afmælisbarnið litlar sneiðar fyrir gestina sem klíndu hvítu kreminu framan í hana þegar þeir veittu sneiðinni viðtöku. Útlendingarnir fjórir horfðu í forundra á og tóku af mestu kurteisi á móti sínum sneiðum. Hvort sem er tími ég ekki að klína mínu kremi framan í aðra.
Nokkrar myndir má finna í Bangalore albúminu okkar, fyrsta byrjar hér.
2 ummæli:
Halló kæru ferðalangar, mig langaði bara að segja HÆ :o)
Knús og klem, Lísa úr mannfr.
Hæ Lísa, gaman að heyra í þér! Við segjum bara HÆ á móti og bestu kveðjur frá Indlandi. Heyrumst fljótlega :0)
Skrifa ummæli