laugardagur, 25. maí 2013

Skruppum til Noregs


Þá erum við komin heim úr Noregsferð, þar sem við náðum m.a. að:
  • Keyra frá Osló til syðsta odds Noregs og til baka
  • Tjalda í þrjár nætur og gista á farfuglaheimilinu Haraldheim í Osló í eina nótt
  • Gista á tjaldstæði við vatn nálægt Porsgrunn
  • Verða verulega kalt fyrst nóttina, læra sína lexíu og kappklæða sig fyrir næstu nótt, til þess eins að verða verulega kalt þá nótt líka
  • Forða okkur undan rigningunni í Porsgrunn með því að aka beint suður til Kristianssand og verja þar yndislegum degi 
  • Heimsækja Skien: mæta á fund og pikk nikka í almenningsgarði
  • Bruna til Drammen, finna tjaldstæði þar, fallast hendur við að sjá vatnsflauminn á svæðinu og ná að taka á leigu næstsíðustu hyttuna
  • Bruna til Osló, villast trekk í trekk, enda á því að sitja föst í rosalegu umferðaröngþveiti á versta tíma dagsins í heillangan tíma, vera við það að missa vitið en finna að lokum farfuglaheimilið
  • Versla í H&M! Nýju jógaföt, ég elska ykkur!
Þetta er ferðin til Noregs í hraðfréttastíl.
 
Þar sem Kristianssand reyndist vera ákaflega skemmtilegur og myndrænn bær ætla ég að setja saman sérmyndafærslu frá heimsókn okkar þangað, en þangað til eru hér nokkrar myndir af þessari stuttu en ákaflega skemmtilegu heimsókn:


Áning á leiðinni suður
 
Untitled
 
Tjaldað í Porsgrunn
 
Teygjur eftir langan bíltúr
 
Kristianssand
 
Ferðamenn í glerinu
 
Untitled
 
Untitled
 
Kirsuberjatré í fullum blóma
 
Séð yfir bæinn
 
Drammen
 
Y-brúin í Drammen

Engin ummæli: