þriðjudagur, 9. júlí 2013

Þriggja bauna salat

Untitled
 
Hérna er salat sem ég rakst á fyrir tilviljun á dögunum, þriggja bauna salat með franskri vinegrette. Svakalega gott og frískandi, ekta sumarsalat.

Svo spillir ekki að þetta er víst ekta southern dish, ain't that the berries!

HVAР
425 g soðnar nýrnabaunir
425 g soðnar kjúklingabaunir
200g grænar ertur/haricote verte (ferskar, frystar eða niðursoðnar)
2-3 tsk gott sinnep (t.d. Dijon eða Sollusinnep)
3 tsk agave sýróp eða hunang
dash af tamarí sósu
1/4 bolli rauðvínsedik
1/2 bolli jómfrúarólívuolía
1/4 bolli steinselja, söxuð
Salt og pipar

HVERNIG
Ef erturnar eru ferskar eða frystar þarf að gufusjóða þær létt: Skera hverja ertu í þrjá parta, gufusjóða í 10 mín. Þegar þær eru tilbúnar skellið þeim í sigti og skolið þær upp úr köldu vatni í eina mínútu.

Á meðan þær sjóða má útbúa dressinguna:
Blandið saman í skál eða vítt glas sinnepi, agave, tamarí og rauðvínsediki. Pískið vel saman og byrjið svo að hella ólívuolíunni út í undir pískningu. Pískið vinegrettuna þangað til öll hráefnin hafa gengið saman í þykkan, gljándi súbstans. Saltið og piprið. Smakkið vinegrettuna til og bætið við eftir þörfum salti, pipar, tamarí eða agave.

Blandið í skál kjúklingabaunum, nýrnabaunum, ertum og steinselju. Hellið vinegrettunni yfir og hrærið henni vel við baunirnar. Saxið steinselju og dreifið yfir.

Leyfið salatinu að taka sig í nokkra tíma, jafnvel yfir nótt í ísskáp. Vinegrettan þarf að vinna á baununum. Þegar hún er búin að því er komið á diskinn gómsætt, ó-svo-franskt salat sem er fyrirtak í lautarferðir eða sem salat í grillpartýið. Mjög gott með franskri baguette, mais oui!

Og að lokum: Bon appétit!

Í ferli

Þriggja bauna salat

Þriggja bauna salat með aspas

Engin ummæli: