miðvikudagur, 21. ágúst 2013

Tívolí!

Tívolí!

Síðustu helgi var tívolí í bænum. Það hefur rignt svolítið undanfarna daga, en þar sem það var heiðskírt og fallegt á laugardeginum ákváðum við að kíkja við, taka út stemmninguna og sjá hvort einhvert tækjanna togaði í okkur.

Við byrjuðum á því að taka hring í kringum svæðið þegar við komum. Tívolíið er samsett af mörgum farandvögnum sem umbreytast í litlar búðir meðan tívolíið er opið. Þarnar var mjög svo hefðbundinn tívolívarningur til sölu eins og gasblöðrur, derhúfur, bolir og glingur, en einnig aðeins óhefðbundnari varningur eins og parket og líkamsræktarkort! Við féllum ekki í neinar sölugildrur parketsölumannanna, hófum bara vísifingur á loft, skókum hann aðeins og sögðum: Neinei, við erum með parket, og gengum á brott. Það hefði líka verið svo óhagkvæmt að hjóla með langa parketfleka heim.

En við féllum alveg kylliflöt fyrir poppinu! Ekta bíópopp: gult og vel saltað! Jömmjömm. En áður en við fengum poppið í hendur keyptum við okkur nokkra miða og skelltum okkur í eitt snúningstryllitækið sem þeytir manni hátt upp í loft, aftur á bak og áfram. Ég öskraði allan tímann eins og stunginn grís og Baldur hafði mest gaman af látunum í mér.

Síðan fengum við popp og fórum í Parísarhjólið. Sáum vel yfir hæðirnar hér í kring og reyndum að sjá upp í Gulset,  hæðina sem við búum á.

Eftir þetta vorum við bæði komin með nóg af látunum í tívolíinu og tónlistinni sem var á repeat allan tímann (We Can't Stop með Miley Cyrus, anyone?). Baldur var kominn með sjóriðu og við urðum að koma við í Spar og kaupa vistir. Hjóluðum þaðan í Lundedalen, tylltum okkur á bekk víðsfjarri tívolíinu og fengum okkur baguette og kókómjólk.

Blunduðum svo í grasinu áður en við lögðum í brekkuna heim.

Tívolí!
 
Tívolí!
 
Tívolí!
 
Tívolí!
 
Tívolí!
 
Tívolí!
 
Tívolí!
 
Tívolí!
 
Tívolí!
 
Tívolí!
 
Tívolí!
 
Tívolí!
 
Tívolí!
 
Tívolí!
 
Tívolí!
 
Tívolí!

Engin ummæli: