Dagurinn í dag var óvenjulegur að einu leyti, ég mætti í vinnuna. Það var alveg barasta ágætt að mæta aftur, ég á að vera hálfan daginn fyrst um sinn en svo eykst það sjálfsagt.
Núna erum við Ásdís á bókasafninu að taka hljóðbækur. Á næstu dögum ætlum við að prófa að labba í vinnuna og fannst okkur það snjallræði að lesa bækur á meðan, nota tímann skiljú.