Í gær keyptum við blokk. Já blokk og hún er fjögurra hæða ef kjallarinn er talinn með. Það er bara ein íbúð í blokkinni og hún er strax komin í útleigu. Nú fer fólk að pæla...
Á mannamáli: Við fórum í gær og keyptum nýtt búr undir Snæfríði Íslandssól, hamstur vorn. Gamla búrið var búið að vera enda sá Fríða Sól til þess að botninn eyddist alltaf smátt og smátt og einu vísbendingarnar voru litlir plastspænir hér og þar, hmmmmm... Þessi hamstur var nefnilega skapaður til þess að til væri haldbær og einföld skilgreining á orðinu nagdýr.
nagdýr; þgf. -i, hvorugkynsorð; 1) Hamstur í Kópavogi einkum notaður til að klára gamalt morgunkorn. 2) Snæfríður Íslandssól; sjá hamstur og Halldór Laxness.
Flettið þessu bara upp. :)