sunnudagur, 8. desember 2002

Jólatónleikarnir

Ég var að koma af tónleikunum og tókust þeir vægast sagt frábærlega vel. Ég þurfti nú ekkert að grennslast fyrir um hvernig þetta tókst því það sást einfaldlega á því hvernig Jón stjórnandi geislaði af ánægju og ágætt að geta sér til um frammistöðu okkar út frá því.

Það er alveg magnað hvað það er alltaf gaman að syngja og sérstaklega á tónleikum. Þó maður sé jafnvel kominn með nett nóg af sumum lögum á æfingum þá eru tónleikar alltaf blast. Það er líka svo gaman á jólatónleikum því þá koma professional einsöngvarar til okkar. Í fyrra var það Ólafur Kjartan og nú var það Diddú. Það er frábært að fá tækifæri til að vinna með söngvurum á þeirra kalíberi.