laugardagur, 7. desember 2002

Að vera línulega háður

Dagurinn í dag er helgaður fyrirlestrum í línulegri algebru. Það er þó ekki svo að það séu enn fyrirlestrar á vegum verkfræðideildar HÍ, sem kæmi að vísu ekki á óvart. Nei ég hef legið á netinu og horft á myndbandsupptökur úr kennslustundum hjá Gilbert Strang í MIT.

Ég er nú orðinn svolítið kassaður af þessu öllu en það eru nú einu sinni að koma próf!

Áðurauglýstirháæruverðugir tónleikar eru annað kvöld klukkan 20:00 og er aðgangseyrir 100.000.000.000 í núllta veldi sinnum núll deilt með einum krónur. Í styttra máli það er ókeypis á tónleikana.