fimmtudagur, 25. september 2003

Flutt! (story of my life)

Fengum íbúðina afhenta degi fyrir tímann svo gærdagurinn, sem átti að fara í að pakka, fór í það að flytja allt saman yfir á nýja staðinn. Við fengum frábæra hjálp frá góðum ættingjum. Pétur afi ferjaði allt matarbúrið okkar, mamma þreif ísskáp og raðaði í skápa og pabbi og Andri komu á stóra trukknum frá JB og þeir ásamt Balduro mio mössuðu rúminu, sófanum, kommóðunni og öllum þessu stóru hlutum úr Hrauntungunni yfir á Eggertsgötuna. Við fylltum heilan sendibíl af dótinu okkar og þá blöskraði mér alveg, hvernig er hægt að eiga svona mikið drasl/dót?

Við vöknuðum svo í nýju íbúðinni í morgun og það var ágætlega góð tilbreyting að vilja ekki fara fram úr rúminu af því það var svo svalt í herberginu. Það er sem sagt gluggi á svefnherberginu og hann virkar!

Við erum þó langt frá því að vera búin að koma okkur fyrir, allt er enn í kössum og maður var ansi ringlaður í morgun, gramsandi í kössum eftir mat í svangan malla. Ég endaði á því að borða sem minnst (er haldin maníum eins og æ, ég nenni ekki að borða) og dreif mig út í Odda til að komast á netið og sjá hversu ómissandi ég var þennan eina dag sem ég komst ekki á netið.

Í tölvuverinu fékk ég óvæntan morgunverð, jarðarberja ab-mjólk sem ein stelpan, sem sat við hliðina á mér, missti yfir alla höndina á mér. Í staðinn fyrir að sleikja hana upp og fá smá næringu fannst mér réttast að þrífa hana af, ég held að flestir hefðu gert það :)

Í dag setjum við síðan markið á að versla húsgögn. Okkur vantar nebbla eldhúsborð og stóla, bókahillur og aðstöðu fyrir tölvuna. Svo væri skemmtilegra að hafa gardínur í gluggum.

Og svo ætlum við að skipta um lögheimili og póstfang og þannig kveðja Húsavík (hahahahaha).