Nú erum við búin að taka upp úr aðalkössunum, búin að flytja lögheimilið, búin að kaupa þau húsgögn sem vantaði mest. Eldhúsborðið, stólana og hillurnar fengum við í Ikea. Við settum líka upp Lundia eininguna okkar en þurftum að kaupa svona krossasystem til að hún geti staðið sjálf, það má nefnilega ekki skrúfa neitt í veggina í þessari ágætu íbúð.
Ég sit nú í vinnunni en Ásdís stendur í eftirmálum flutninga.
Ef einhvern vantar fínan ísskáp þá ætti sá hinn sami að hafa samband við mig eða Ásdísi.