mánudagur, 29. september 2003

Umræðutími

Var að koma úr umræðutíma í stjórnun. Gekk geðveikt vel, enda heitir hópurinn okkar Besti hópurinn, rís meira að segja undir nafni (hehe). Það var einmitt frekar fyndið um daginn þegar kennarinn, Vilborg, var að lesa upp hópana. Hvar er besti hópurinn? Ég sá að alla langaði að svara en við vorum besti hópurinn og vorum þau einu sem þorðu að hlýða því kalli.