Um daginn fór Ásdís í Hagkaup og keypti nýju bókina hennar Sollu, Grænn kostur Hagkaupa. Bókin er prýdd sérdeilis fallegum myndum af mörgum girnilegum réttum. Ljóst er að ómögulegt er að þjást af ófrómleika ef matur af þessu tagi er etinn reglulega. Við ætlum að prufa eina uppskrift í kvöld.
Orðið ófrómleiki var notað í þessari færslu. Líklega tók enginn eftir því þar sem orðið flokkast undir selfölgeligheder. Reikningshalds-kennarinn minn notaði þetta orð í tíma um daginn og fannst mér að þarna væri á ferðinni svalt orð. Ég bara varð að nota það.