Síðan síðast hefur ýmislegt gerst. Í beinu framhaldi af síðustu færslu er eðlilegast að segja að rétturinn sem við smökkuðum, kjúklingabaunakarrýréttur, var frábær. Ég hef reyndar fundið fyrir örlitlum ófrómleika í hálsinum en líklega væri hann meiri ef ekki hefði komið karrýið.
Lífið á görðunum gengur ágætlega og virðist partýhald vera á undanhaldi (eða undanhald á partýhaldi?). Líklegt þykir mér að eftir því sem líði á önnina fækki partýum, mesti galsinn renni af hinum villuráfandi sauðum og skyldur hvunndagsins taki við. Hver veit svo nema búfénaður sá sem minnst var á læri til stafs og taki jafnvel jólapróf í ýmsum greinum. Vonandi gengur öllum bara vel.