laugardagur, 4. október 2003

Stagfræði

Er staddur í bókhlöðunni. Liggja nú fyrir verkefni í hagfræði og stærðfræði. Líklegt er að ég verði hagstærð, hægfræðingur eða stagfræðingur í lok dagsins. Til þess þarf ég líklega að halda betur á spöðunum en góðu hófi gegnir.

Lífið á görðunum gengur ágætlega og er elsku besta rútínan mín alveg að fara að jafna sig á því sjokki sem hún varð fyrir í flutningunum. Ef að líkum lætur verður næsta vika eðlileg. Í það minnsta eins eðlileg og unnt er ;)