Hið árlega jólastúss var tekið með trompi í dag. Við fórum í heljarinnar verslunarleiðangur í Kópavoginn, Smárann og Smáralindina nánar tiltekið, og keyptum nokkrar jólagjafir, fengu hugmyndir að enn öðrum gjöfum, keyptum svo jólapappír, borða og hnotur (sem Baldri finnst afskaplega fyndið orð).
Svo fórum við niður í geymslu (yndislegt fyrirbæri) og náðum í jólahjólakassana sem geyma allt jólaskrautsdótið okkar. Rétt í þessu vorum við að klára að setja upp jólaseríuna og þökk sé sogtöppunum sem keyptir voru í fyrra varð ekki um neinn pirring að ræða við að setja upp blessuð ljósin. Því er stofan okkar núna böðuð marglitri birtu og eldhúsið er sem áður rauðglóandi.
Og núna kemur að verðlaununum fyrir að standa okkur svona vel í dag: Jarðarber og bláber með miklum rjóma á meðan við horfum á hina frábæru grínmynd Christmas Vacation með Chevy Chase. Ohh, það verður sko gaman!