Í gær horfðum við á seinni hálfleik í leik Hollands og Portúgal. Æsispennandi og skemmtilegur leikur.
Eftir leikinn var ég nú eitthvað tjúnaðri heldur en fyrir hann svo ég brá á það ráð að hlaupa aðeins. Sem ég er að byrja þá finnst mér nú fremur einmanalegt svo ég ríf systur mína út með mér og tókum við á rás meðfram sjónum og stefndum í humátt (sem að þessu sinni var í austur). Bæði var sprett og skokkað auk þess sem við systkinin skelltum okkur í armbeygjur og magabeygjur. Það þarf vart að orðlengja þetta frekar, ég svaf vel í nótt.
Mig rekur minni til að hafa lofað einum af hinum dyggu lesendum link á þau orð sem Platini lét falla um franska landsliðið á dögunum. Ég er hræddur um að ég verði bara að taka undir með honum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli