fimmtudagur, 1. júlí 2004

Áfram Grikkland!

Leikurinn í dag var einn af þessum erfiðu leikjum þar sem þarf að ákveða með hverjum skal halda. Ég ákvað að styðja Grikki. Það varð snemma ljóst að sóknarmenn Tékka áttu ekki séns í varnarmenn Grikkja, reyndar var tékkneska vörnin ekki slæm heldur.

Leikurinn var mjög skemmtilegur og sem endranær komu Grikkir öllum á óvart og sigruðu með flottu marki á lokasekúndunum. Í raun má segja að bæði liðin hafi staðið sig frábærlega og áttu Tékkarnir jafnmikið skilið að vinna en það er ekki spurt að því núna, leikurinn er búinn og Grikkir unnu.

Engin ummæli: