- Þegar ég var lítill fór ég í kröfugöngu með foreldrum mínum. Allir hrópuðu: Ísand úr nató herinn burt! Ég sem botnaði ekkert í þessu öllu og heyrði ekki alveg hvað hinir sögðu hrópaði: Ísland í Nató herinn burt!
- Ég er með fæðingarblett á hægri il og ég tel að engin staðreynd um mig sé tilgangslaus.
- Mér þykir ofsalega gott að borða soðna ýsu og kartöflur með sítónuólífuolíu.
- Ég á það til að nudda lófana á mér þéttingsfast með þumli andstæðrar handar.
- Ég var foringi Svörtu handarinnar og forseti hins Súrrealíska vísindafélags.
sunnudagur, 6. nóvember 2005
Klukkaður
Ég hef ákveðið að taka þátt í þessu klukkelsi af því Ásdís klukkaði mig og set hérmeð 5 staðreyndir um sjálfan mig á netið. Ég verð þó að játa að ég hefði getað haldið lengi áfram svo kannski sjötta staðreyndin væri annaðhvort meðvitaður eða sjálfhverfur. Sem betur fer eru bara fimm svo ég þarf ekki að segja neinum frá því.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hvort sem er gleymdirðu alveg að segja hver klukkaðiðig.
Ásdís klukkaði mig, sjá færslu þann 28. október.
Ég bætti því inn í færsluna :)
Skrifa ummæli