sunnudagur, 6. nóvember 2005

Wonderful Nørrebro?

Yndislegur morgun hér í borginni. Vöknuðum hægt og rólega, heyrðum kirkjuklukkurnar klingja og nágrannann taka sitt daglega bað. Ég velti því fyrir mér hvort ég ætti að koma Baldri á óvart með því að baka kanilsnúða en féll frá því, send'ann frekar út í bakarí.

Þessi morgunstund fór líka í að kíkja á netfjölmiðla eins og moggann og Politiken. Í þeim síðarnefnda rakst ég á áhugaverða frétt þar sem fjallað er um möguleika Nørrebro á því að verða "turistmagnet". Sérfræðingar í ferðamálafræðum vilja meina að túristar sem sækja Kaupmannahöfn heim vilji nefnilega eitthvað meira og öflugara en Litlu hafmeyjuna og hallir - þeir vilji óhefðbundna reynslu af bænum.

Og þar kemur Nørrebro inní með allan sinn etníska fjölbreytileika sem séfræðingar telja að beri að markaðssetja svo tryggja megi meiri velmegun í hverfinu. Það segir meira að segja í greininni að hverfið getið orðið "Københavns svar på trendy turistmagneter i andre storbyer som Soho i London, Chinatown i New York og Kreutzberg i Berlin".

Nú finnst mér allt í einu miklu flottara að búa rétt við Nørrebro, bara eins og ég sé í Soho.

Engin ummæli: