Jæja, nú eru Stella og Kristján nýfarin heim og bíð ég spenntur eftir viðbrögðum frá þeim. Þannig bar nefnilega við að við Ásdís mundum eftir gömlu fjölskylduleyndarmáli sem okkur fannst kominn tími á að liti dagsins ljós.
Þannig var að í janúar 2004 tókum við að okkur blaðburð fyrir Morgunblaðið um nokkurra vikna skeið. Bárum við blaðið jafnan til þáverandi nágranna okkar, Stellu og Kristjáns, án þess að þau hefðu hugmynd um það hver stæði að baki því. Ber þessi færsla þess glögglega vitni.
Deildu þau með okkur nokkrum tilgátum um hver stæði að baki ódæðisverkunum en allt kom fyrir ekki. Eitt af því skemmtilegasta við þetta allt saman var að allir í kringum okkur, nema þau, vissu hvernig í málunum lá. Já, við erum hrekkjusvínin í hverfinu!
2 ummæli:
Þið eruð algjör :-) En fyndið að allir í kringum okkur hafi vitað þetta. Takk annars fyrir morgunlesninguna. -Og kvöldmatinn náttúrulega, hann var æði.
Við þökkum ykkur nú kærlega fyrir komuna, safann og vínberin. Það er alltaf jafnskemmtilegt að fá ykkur í heimsókn :)
Skrifa ummæli