laugardagur, 5. nóvember 2005

Síðasta kvöldmáltíðin

Ég var rétt í þessu að panta mér af bókasafninu allar bækurnar úr The No. 1 Ladies Detective Agency seríunni, nema þá fyrstu sem ég kláraði í morgun. Mér fannst hún svo skemmtileg að ég get varla beðið eftir framhaldinu. Mér datt í hug að koma mér upp verðlaunakerfi, t.d. ein bók fyrir hvert viðtal sem ég greini, en ég þekki mig: þegar kemur að bókum hef ég enga sjálfsstjórn.

Annars erum við að fara á fullt í eldamennsku í þessum töluðu orðum. Stella og Kristján eru að koma í mat og við ætlum að hafa fullhlaðna indverska veislu með karrýrétti, kartöflu kebabi, dhaali, raitu, hrísgrjónum og chapatis hveitibrauði. Stóri dagurinn rennur nefnilega upp á morgun fyrir þau og þar sem þetta er nokkurs konar síðasta kvöldmáltíð þeirra fyrir erfingja fannst okkur ekkert annað í boði en veislumáltíð.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég var einmitt að enda við að lesa fyrstu bókina líka. Mér fannst hún æði og hlakka til að lesa hinar.