Prófatíð er gengin í garð með tilheyrandi vinnuskorpum. Að loknum lestrardegi þykir mér oft gott að gera eitthvað allt annað en að lesa skólabækur eins og t.d. að horfa á bíómynd eða spila tölvuleik.
Ásdís kynnti mig fyrir þessum tölvuleik og þótti mér hann skrambi fínn. Nánar tiltekið svo fínn að ég er hættur að spila hann í bili þar sem smápása teygðist einum of auðveldlega í langa pásu. Ég mæli því ekki með honum við þá sem eiga auðvelt með að gleyma sér dundi og blöðrustrategíu en eiga að vera í próflestri.
Að lokum langar mig til að tilnefna Slowblow diskinn úr Nóa albinóa sem próflestrardisk ársins 2005. Ég held bara svei mér þá að maður verði gáfaður af þessu stöffi.
3 ummæli:
Helmingurinn af bekknum hjá Kára er húkt á þessum leik og er stanslaust að spila þetta í tímum : ) Var að prófa að spila þetta og já maður getur nú alveg fest við þetta. Hefði samt viljað skjóta þar til allar kúlurnar kláruðust í staðinn fyrir að það væru alltaf að koma nýja og nýjar. Well, well, hafið það gott kv. María og co.
Þetta er svakalegur leikur. Ég náði aldrei nema svona 1.000-9.000 stigum þangað til eitt skiptið þá rauk ég upp í 73.000 og ákvað að hætta á hátindi ferilsins. Reyndar eigum við okkur öll mismunandi hátinda t.d. held ég að Ásdís hafi fengið rúmlega 100.000 stigum meira.
he...he..he
Skrifa ummæli