Kalli afi og Ólöf amma lentu í Kaupmannahöfn seint í gærkveldi og áttum við stefnumót við þau á heimili froskanna um hádegisbil í dag.
Ekki var að spyrja að því en þau komu færandi hendi og var meðal annarrar smyglvöru vænt flak af gröfnum laxi. Namm.
Þegar Stella Soffía fylgdi parinu út á stoppistöð fengum við Ásdís að passa Áslaugu Eddu. Litla krílið var eins og engill allan tímann enda bæði onkel og tanta í miklum metum.
2 ummæli:
Það var nú gaman að fá ykkur eins og venjulega, og Áslaug Edda var alveg sérstaklega ánægð með innlitið. Henni finnst þið vera svo skemmtileg ;-)
Jæja, kannski þegar við bönkum upp á næst spyrjum við: Er Áslaug Edda heima?
Skrifa ummæli