Eins og ég hef áður greint frá á þessum vef hef ég gaman af flottum dagsetningum. Mér finnst samt alveg óþarfi að leyfa þeim að ná tökum á mér svo ég verði alveg gagntekin. Ef eitthvað er hins vegar að marka fréttir dagsins eru margir tilbúnir til að líta á þennan dag sem einhvers konar ragnarök.
Á þessum meinta degi djöfulsins ákvað ég baka bananabrauð. Ef eitthvað er til í þessum kenningum um dag djöfulsins veit ég að ég hef gert mitt til að sporna gegn myrkum öflum Satans. Bananabrauð er nefnilega bara af hinu góða.
2 ummæli:
Kæra Ásdiís
Ef bananabrauð er vopn gegn illum öflum þá hvet ég þig eindregið til að halda baráttunni áfram.
Kæri Baldúur
Takk fyrir hlý orð í minn garð og minna bananabrauða.
Skrifa ummæli