laugardagur, 30. september 2006

Septemberannáll

Um september er aðeins hægt að segja eitt: ertu ekki alltof bissí Krissí? Jú! Við vorum svo sannarlega alltof bissí. Auk þess að mæta til vinnu unnum við sleitulaust að því að klára lokaverkefnin okkar og árangurinn lét ekki á sér standa. Ég skilaði mínu verkefni 14. september og Baldur sínu 22. september.

Strax og ég hafði skilað lokaverkefninu kom sérlegur gestur í heimsókn, gestur sem bjó í Danmörku um nokkurt skeið en hafði ekki stigið fæti hér í tæp 30 ár. Með pabba náðum við að túrhestast um borgina og sjá merka staði eins og Kastallet og Litlu hafmeyjuna, að ógleymdum fíl og kameldýri í Fælled Parken. Auk þess kíktum við í seinasta sinn á Morgenstedet í Kristjaníu en þar er alltaf hægt að fá góðan mat.

Af öðru skemmtilegu í september má nefna að við komum á fót myndasíðu, kvöddum vinnustaðinn þar sem við vorum fiðrildi í allt sumar, heimsóttum Drageyri, steiktum grænbeinóttan fisk, fluttum af Frederikssundsvej og kvöddum Kaupmannahöfn. Geri aðrir betur!

Engin ummæli: