Á þessu þriggja manna heimili, sem Þinghólsbrautin eru um þessar mundir, hefur skapast hefð á sunnudögum. Þessi hefð var reyndar einstaklega fljót að myndast og ná fótfestu meðal fjölskyldumeðlima enda má færa rök fyrir því að allir teljst þeir til rútínufólks.
Þessi umrædda hefð felst í því að borða kvöldmat á Grænum kosti og drekka kvöldkaffið og hlýða á húslestur á Súfistanum. Síðasta sunnudag vorum við skötuhjú hins vegar vant við látin og vorum tilneydd til að sleppa sunnudagsrútínunni. Við vorum þó langt því frá af baki dottin og tókum á það ráð að efna til sunndags á þessum blessaða þriðjudegi.
Til þess að það hæfist borðuðum við próteinbollur með cashewhnetusósu á Kostinum, sötruðum á swiss mokka og, í mínu tilviki, hélt ég áfram með Wuthering Heights. Ég er að vonast til að klára hana áður en ég hverf af landi brott, og kannski ekki óraunhæft ef litið er til þess að ég er hálfnuð með bókina þökk sé sunnudagsrútínunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli