laugardagur, 2. desember 2006

Nostaldamus

Í dag var tekinn einn af hinum margfrægu Kársnesgöngutúrum, margar góðar minningar sem maður á af þessu ágæta svæði. Margt hefur breyst en þó er ég ekki frá því að sum af bílhræjunum, sem prakkararnir Biggi og Baldur bröltu í kringum og byggðu skýjaborgir úr, séu þarna enn.

Hvorki var göngu- né nostalgíuskammti dagsins þó algerlega fullnægt, have a potatoe... Því eftir Kársneshringinn örkuðum við ásamt Pétri afa að Gerðarsafni til að vera viðstödd þegar einhver stingi ljósaperum, sem var búið að raða á stórt grenitré, í samband. Þar stóð Össur Geirsson og stjórnaði Skólahljómsveit Kópavogs með miklum sóma.

Í mína ungu daga stóð ég einmitt einhvers staðar í Borgarholtinu rétt fyrir jól og blés í lúður með þessari sömu hljómsveit. Í þá daga stjórnaði Björn Guðjónsson og sonur hans Jónas hafði mig í einkatímum. Það var gaman að standa í fjöldanum og hlusta, fyllast stolti í hvert sinn sem trompetinn fékk að njóta sín og gleði yfir því að Kópavogur eigi svona góða hljómsveit jafnvel þótt Ham sé hætt.

Engin ummæli: