miðvikudagur, 24. janúar 2007

Af kakólakki

Hér um slóðir er mikið um kakkalakka, bæði úti og inni. Einn af þeim sem tilheyrir fyrri flokknum (úti) ákvað að skipta um grúppu og flaug inn um dyrnar á Robertson House. Þar stóð fyrir félagi minn Simon sem óðara tók af sér annan inniskóinn og með klaufalegum tilburðum kastaði honum í átt að meindýrinu.

Ótti greip um sig hjá bæði kakkalakkanum og árásarmanninum því annar hljóp niður vegginn og kom sér fyrir á straubrettinu meðan hinn teygði sig skjálfandi eftir inniskónum. Ég spurði Simon hvort hann þyrfti hjálp og fékk ákaflega einlægt já að launum auk þess sem mér var veitt hið riddaralega kakkalakkasverð, inniskór Simons.

Þar sem ég sem Íslendingur er ekki vanur að umgangast skordýr spurði ég, eftir að hafa kramið kvikindið, hvort kakkalakkar gætu gert manni eitthvað. Ég hafði að vísu aldrei heyrt neitt um svoleiðis en allur er varinn góður. Simon þagði nokkur augnablik en sagði svo án þess að blikna: Yes, they scare people.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úff how frightening.
geiriiiiiii