mánudagur, 26. mars 2007

Helgarvellystingar

Við eyddum helginni í miklum vellystingum. Á laugardeginum átum við okkur til óbóta af fína bakkelsinu úr Farm Fresh bakaríinu. Þar smökkuðum við súkkulaði tröfflur, valhnetuböku, sítrónuköku, choco delight, choco chips & nuts cake, choconut cake, temptation, orange pekin og choco coffee.

Þegar Ingbjörg og Víðir báðu okkur um að koma með eitthvað úr bakaríinu fyrir sig, eitthvað surprise, ákváðum við að fylla heilt box af góðgæti og láta magnið vera það sem kom á óvart. Það tókst :0)

Báða daga helgarinnar borðuðum við í Pondicherry. Á laugardeginum var varla fært um götur bæjarins fyrir upplýstum brúðkaupsvögnum. Brúðurin situr þá í hásæti ofan á blómum prýddum og ljósskreyttum palli sem síðan er dreginn um allan bæinn.

Í dag fórum við að eftirmiðdeginum til til Pondy og upplifðum þá sunnudagsrölt meðfram strandgötunni: keyptum vel kryddað poppkorn í kramarhúsi, horfðum á indverskan dans á götum úti og skoðuðum á mörkuðum. Borðuðum síðan á fínasta veitingasstað bæjarins, La Promenade, sem bíður upp á fátæklegan matseðil og óspennandi grænmetisrétti.

Bæði kvöldin spiluðum við líka Sequence eins og lög gera ráð fyrir, og ummæli Víðis: Þetta er bjútífúl, sem féllu þegar hann hélt að Baldur myndi nota tíguldrottningu til að tryggja þeim tveimur sigur, eiga um ókomna tíð eftir að fá okkur Baldur til að væla af hlátri.

2 ummæli:

baldur sagði...

Ég minni bara á textann góða sem Johnny Cash söng svo eftirminnilega:

Don't you draw the queen of diamonds, boy,
She'll beat you if she's able.
Know the queen of hearts is always your best bet.
Now it seems to me, some fine things,
Have been laid upon your table.
But you only want the things that you can't get.

ásdís maría sagði...

Johnny vissi greinilega hvað hann söng, tíguldrottning fór sannarlega illa með þig í þetta skiptið :o)