þriðjudagur, 1. maí 2007

Á sjúkrabeði

Sjúklingurinn lá allan gærdag upp í rúmi með hálfgerðu óráði. Ég reyndi mitt besta til að hugsa um sjúklinginn en verð að viðurkenna að ég sofnaði oft á vaktinni enda dauðþreytt eftir svefnlausar nætur í næturrútum.

Í dag er sjúklingurinn allur annar. Eftir góðan nætursvefn náði hann að drekka vatn, bað meira að segja um kasjúhnetukex og mangósafa og heimtaði að fara í nokkrar mínútur út af hótelinu til að skipta um umhverfi.

Við höfum þó mest megnis tekið því rólega í dag. Við erum búin að liggja upp í rúmi með viftuna á hæstu stillingu. Okkur til gamans hlustuðum við á plötuna Álfa og tröll og ég er ekki frá því að það hafi örlað á smá heimþrá á þeirri stundu.

Annars óska ég öllum gleðilegs 1. maí héðan frá Indlandi, landinu sem kallar daginn May Day!

Engin ummæli: