mánudagur, 7. maí 2007

Vinaarmböndin

Enn á ný var kompásinn okkar stilltur á bíó. Á leiðinni í bíóið rákumst við á roskna tíbetska konu sem seldi vinaarmbönd til að safna fyrir heimferð. Hún var klædd í hefðbundinn fatnað tíbetskra kvenna og bar með sér bænakefli.


Átti hún á lager gullfalleg armbönd og þar sem við höfum einmitt leitað að svoleiðis um nokkurt skeið þótti okkur tilvalið að kaupa þau af frúnni og ekki spillti að hún batt þau á okkur, sjálf í búðinni.


Eftir að hafa kastað kveðju á hina virðulegu tíbetsku konu drifum við okkur í bíósalinn. Myndin sem varð fyrir valinu var hin gullfallega og hjartavermandi Little Miss Sunshine. Ég var nú svolítið skeptískur í fyrstu, eins og oft vill verða, en henti öllum slíkum þönkum út og naut þess að sitja og flissa í myrkrinu með vinaarmband á hægri úlnlið.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Little Miss Sunshine er alveg yndisleg!