mánudagur, 3. september 2007

Bangkok enn á ný

Við komum til Bangkok í gær, í þriðja sinn á þremur mánuðum (geri aðrir betur). Við flugum frá Singapore með Tiger Airways og fórum beint inn á Rambuttri Village Inn, aftur. Splæstum að þessu sinni í loftkælt herbergi með heitri sturtu, algjörar dekurrófur.

Planið er að pústa aðeins eftir stanslaust flandur og fótavesen undanfarinna vikna, klóra okkur aðeins í hausnum og sjá hvernig við viljum haga restinni af ferðinni. Þegar við leggjum aftur í'ann frá Bangkok erum við nefnilega að hefja fjórða og jafnframt síðasta hluta ferðarinnar.

Það eru góðar fréttir að við séum aftur komin til Bangkok, ekki eins góðar að bókabúðin okkar á Soi Rambuttri sé lokuð en bestar eru fréttirnar af löppinni ljúfu sem líður svo vel núna, bara einn lítill plástur eftir og næstum ekkert að sjá á ilinni annað.

2 ummæli:

Sigrun sagði...

Kæru vinir.

Óska ykkur góðrar ferðar í fjórða hluta þessa ævintýris.

Bergþóra og ég förum í Puttapartý á þriðjudaginn.

Sigrún

ásdís maría sagði...

Nei vá, frábærar fréttir, við óskum ykkur að sjálfsögðu bestu ferðar og biðjum að heilsa Sai Baba :o)